Eignasafn C

Eignasafn C er áhættuminnsta eignasafnið af A, B, C og D söfnunum, þar sem einungis er fjárfest í skuldabréfum og innlánum. Rík áhersla er á verðbréf með ábyrgð ríkissjóðs.

Verulegar takmarkanir eru á fjárfestingum í öðrum skuldabréfum og innlánum og óheimilt er að fjárfesta í hlutabréfum og erlendum verðbréfum.

Fjárfestingarheimildir Eignasafns C

Eignaflokkur Fjárfestingarheimild
Skuldabréf með ábyrgð ríkisins 30 - 100%
Önnur innlend skuldabréf 0 - 40%
    - Á hvern skuldara 0 -15%
Laust fé 0 - 60%
Hlutabréf ekki heimilt
   - þar af í hverju félagi  
Erlend skuldabréf ekki heimilt

 

Fyrir hverja?

Eignasafn C hentar þeim fjárfestum sem vilja varfærna eignastýringu um leið og notið er öryggis verðbréfa með ábyrgð ríkissjóðs. Með því að fjárfesta í ríkisskuldabréfum á safnið að geta skilað hærri ávöxtun til lengri tíma en ef eingöngu væri fjárfest í innlánum.

Ríkisskuldabréf bera tvenns konar áhættu eins og önnur verðbréf. Annars vegar er um markaðsáhættu að ræða og hins vegar skuldaraáhættu.

Markaðsáhættan sem fylgir ríkisskuldabréfum felst í því að gengi ríkisskuldabréfa getur verið nokkuð flöktandi en með þessu flökti á að vera hægt að ná betri ávöxtun til lengri tíma. Skuldaraáhættan er talin mjög lítil þar sem skuldarinn er íslenska ríkið.

Áhætta er mjög takmörkuð og ávöxtun tiltölulega stöðug.

Þjónusta

Fjárfestar hafa á hverjum tíma aðgang að eignasafni sínu á vef www.iv.is þar sem hægt er að sjá eignastöðu sem og þau viðskipti sem hafa átt sér stað frá því að safnið var stofnað.

Fjárfestar hafa einnig aðgang að sérfræðingum Íslenskra verðbréfa í gegnum síma og tölvupóst og öllu jöfnu er hægt að koma á fundi með litlum fyrirvara.

Lögð er áhersla á persónuleg samskipti og horft til lengri tíma samstarfs á sviði ávöxtunar.

Eignasamsetning

Aðrar upplýsingar

Lágmarksfjárhæð:
50 m.kr.
Árleg þóknun:
Frá 0,3% til 0,5% eftir upphæð í stýringu
Áhætta: